Fréttir
15.10.2007 - Fyrsta heimsóknin í grunnskólann
 

Í morgun fóru elstu nemendur leikskólans í heimsókn í grunnskólann.  Að þessu sinni eru nemendurnir fjórir og allt stúlkur.  Lagt var af stað kl. 8:40 og þegar við alveg að verða komnar heyrðist í einni, hvenær verðum við komnar í þennan grunnskóla, en þá stóðum við fyrir utan.  Þegar við komum inn tók Þórunnborg kennari á móti okkur og nemendur fyrsta bekkjar sem voru tveir.  Við fengum að sjá stofuna þeirra og svo kíktum við í hina stofuna en þar voru 2. og 3. bekkur að læra íslensku hjá Guðnýju.  Síðan sýndu Ísak og Davíð Örn okkur allan skólann.  Við sáum skrifstofuna og þar var mamma hans Þórs en hún er skólastjórinn og heitir Dóra.  Þá hittum við 5. bekk og Óla sem var að kenna þeim að á tölvur og voru þau að skrifa stafi í tölvuna.  Við fórum í stofu þar sem krakkarnir læra að flauta en líka handavinnu.  Á leiðinni sáum við fullt af fuglum og skoðuðum þá.  Við þurftum að fara upp tröppur og sögðu strákarnir okkur það að þarna myndu allir krakkarnir syngja í samsöng.  Við kíktum inn í stofuna til 6. og 7. bekkjar en þau voru að læra íslensku hjá Berglindi.  Við kíktum inn í málningarherbergi sem heitir víst myndmenntastofa og þar eru krakkarnir að mála og föndra.  Farið var á bókasafnið og síðan í náttúrufræðistofuna sem var mjög spennandi þar sem við sáum fullt af skrítnum hlutum eins og horn af hrúti, hauskúpu af kind, skeljar, könguló, krabba og margt fleira.  Þegar við vorum búin að skoða allt fórum við aftur í stofuna og Þórunnborg gaf okkur bók sem við máttum lita í og læra.  Þá var tíminn búinn og allir krakkarnir að fara í frímínútur.  Við fórum líka og máttum leika okkur.  Við fórum að róla, vega salt og klifra.  Þegar bjallan hringdi hlupu allir krakkarnir í röð og við líka þar sem við þökkuðum fyrir okkur og héldum af stað út í leikskóla.  Á leiðinni stoppuðum við á Helgafelli og hittum Dúnu.  Við spurðum hana hvað væri í matinn og það er soðinn fiskur.  Þá héldum við í leikskólann.  Þetta var ótrúlega skemmtileg ferð og gaman í skólanum. 

ÍNÓ, HAÆ, EUJ, VBÓ og ÞS


Á leið í grunnskólann


Hér læra krakkarnir handavinnu og á blokkflautu


Ísak sýndi okkur stærsta fuglinn sem er Gráhegri


Í náttúrufræðistofunni


Að skoða bækurnar


Að læra

 


Að vega salt


Að klifra

 


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31