Fréttir
19.02.2018 - Stuðningsfulltrúa vantar í grunnskólann
 

Í grunnskólann vantar stuðningsfulltrúa á yngra stig í 65% starf.  Viðkomandi þarf að geta hafið störf 1. mars nk.  Vinnutími er frá 8:00 – 13:10.

Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Yfirmaður stuðningsfulltrúa er skólastjóri og aðstoðarskólastjóri í umboði skólastjóra.

Unnið er eftir kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og stéttarfélags umsækjanda.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 26. febrúar 2018. 

Skólastjóri


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30