Fréttir
31.03.2018 - Kennara vantar nćsta skólaár
 

Næsta skólaár eru fjölmargar stöður lausar við Djúpavogsskóla.  Djúpavogsskóli er lítill en vaxandi skóli sem samanstendur af grunn- og tónskóla.  Í grunnskólanum eru um 70 nemendur.  Gott samstarf er við leikskólann.   Einnig er mjög gott samstarf við Umf. Neista en yfir 90% nemenda grunnskólans stunda æfingar hjá ungmennafélaginu og taka þær við strax að loknu skólastarfinu. 

Í Djúpavogsskóla er lögð mikil áhersla á umhverfismennt og átthagafræði og stendur nú yfir innleiðing á hugmyndafræði Cittaslow en sveitarfélagið Djúpavogshreppur varð aðili að Cittaslow hæglætishreyfingunni árið 2013. 

Grunnskólinn

Í grunnskólann vantar umsjónarkennara í 1. og 2. bekk (samkennsla), 3. og 4. bekk (samkennsla)  og 5. bekk.

Þá vantar kennara í textílmennt (um 10 kst. á viku), heimilisfræði (um 10 kst. á viku), íþróttir og sund (16 kst. á viku), tungumál á mið- og unglingastigi (um 20 kst. á viku).  Einnig vantar kennara í upplýsinga- og tæknimennt um 7 st. á viku.

Okkur vantar líka þroskaþjálfa í 100% starf.

Kennarar og leiðbeinendur við grunnskólann vinna eftir kjarasamningi KÍ og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skólastjóri, Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir veitir nánari upplýsingar á skolastjori@djupivogur.is  eða í síma 470-8713.

Umsóknarfrestur er t.o.m. 18. apríl 2018.  Umsóknareyðublöð má finna á heimasíðu grunnskólans http://djupivogur.is/grunnskoli/


smţmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30