Fréttir
14.11.2007 - Foreldravika
 
Nú er foreldravikan að verða hálfnuð.  Gaman er að segja frá því að þátttaka nú í haust er mun betri en var í vor, alveg eins og við gerðum okkur vonir um.  Þó er greinilegt að þátttakan á yngsta stiginu er mest og minnkar eftir því sem ofar dregur í bekkjunum.  Sumir foreldrar kíkja í 1-2 kennslustundir en aðrir hafa verið hér heilan morgunn.  Börnin láta slíkar heimsóknir ekkert trufla sig, halda sínu striki.  Ítrekað er að mömmur, ömmur, frænkur og frændur eru velkomin í heimsókn.
Eins og áður var auglýst var stefnt að því að hlaupa Norrænt skólahlaup, á morgun fimmtudag.  Vegna anna í þessari viku höfum við ákveðið að fresta því þangað til næstkomandi þriðjudags, 20. nóvember.  Þeir sem hlaupa 10 km leggja af stað klukkan 10:00, en þeir sem hlaupa 2,5 km og 5 km leggja af stað klukkan 11:00.  Forráðamenn eru að sjálfsögðu velkomnir með og hvattir til að mæta. HDH

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30