Fréttir
21.11.2007 - Raunveruleikurinn
 
Nemendum 10. bekkjar stóð til boða í haust að taka þátt í leik á vegum Landsbanka Íslands sem heitir Raunveruleikurinn.  Í þessum leik, sem nemendur vinna á netinu, eiga þeir að setja sig í spor tvítugra ungmenna og taka ákvarðanir um það hvernig þeir ætla að eyða næstu árunum.  Leikurinn var spilaður í fjórar vikur og fengu nemendur ný verkefni á hverjum degi.  Öll verkefnin tengjast þeim áskorunum sem ungt fólk í dag þarf að glíma við, t.d. varðandi námslán, íbúðakaup, barneignir, frístundir, skatta o.fl.
Skemmst er frá því að segja að einn nemandi í Grunnskóla Djúpavogs, Jóhann Atli Hafliðason hlaut þriðju verðlaun í einstaklingskeppninni.  Hann fékk i-Pod spilara í verðlaun og viðurkenningarskjal.  Auk þess fengu hann og bekkjarfélagar hans í 10. bekk USB-lykil og bók að gjöf.  HDH

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30