Fréttir
23.03.2007 - Nýja síðan
 

Eins og dyggir lesendur heimasíðunnar hafa tekið eftir hefur fréttaflutningur legið niðri síðustu vikurnar.  Rekja má það til þess að verið var að breyta síðunni og hafa þær breytingar tekið dágóða stund.  Enn er verið að flytja gögn á milli þannig að eflaust tekur það nokkurn tíma í viðbót að koma öllu í samt horf.

Margt hefur gerst í skólanum síðustu daga og vikur og verða þau atriði ekki tíundu hér í löngu máli.  Þó skal geta þess að þann 15. mars sl. fengum við heimsókn frá Tollgæslunni í Reykjavík þar sem nemendur 8. - 10. bekkjar fengu fræðslu um fíkniefni og skaðsemi þeirra.  16. mars kom Ólafía Einarsdóttir skólahjúkrunarfræðingur í heimsókn og ræddi við nemendur 7. - 10. bekkjar um mataræði og átröskun.  Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar var haldin 21. mars sl. og tóku Sandra Sif og Aníta Ýr þátt, fyrir hönd skólans.  Það var ung snót frá Grunnskólanum í Hofgarði sem bar sigur úr býtum.

Nú er aðeins ein kennsluvika eftir fram að páskafríi og mikilvægt að nemendur nýti þann tíma vel.


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31