Fréttir
27.11.2007 - Íslenskukeppni grunnskólanna
 
Arnar Jón, Aron Daði og Jóhann Atli, nemendur 10. bekkjar tóku þátt í undankeppni Íslenskukeppni grunnskólanna á Austurlandi, en fyrri hluti keppninnar fór fram á Fáskrúðsfirði í gær.  Keppnin ber nafnið "Íslenskan er okkar mál" og er það menningarmálanefnd Vopnafjarðarhrepps sem á hugmyndina og sér um framkvæmdina.
Skemmst er frá því að segja að drengirnir þrír, sem kepptu á móti liði frá Egilsstaðaskóla, sigruðu og eru því komnir áfram í undanúrslit.  Skólastjóri var í fylgd með drengjunum og var mjög stoltur af strákunum sínum sem sýndu snilldartakta.  Undanúrslitin fara fram á Egilsstöðum fimmtudaginn 6. desember nk. og úrslitin síðar sama daginn.  Eins og í fyrra verður úrslitaviðureignin send beint út í svæðisútvarpinu.  HDH

smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31