Fréttir
17.01.2008 - Góðar gjafir
 

Eins og einhverjir lesendur heimasíðunnar muna eflaust eftir var starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar Íslands að störfum hér í grunnskólanum í júní sl.  Tilgangurinn vinnunnar var að safna sýnishornum þörunga úr Berufirði þar sem verið er að vinna að því hjá stofnuninni að kortleggja landgrunnið hvað þetta varðar. 
Nýlega bárust skólanum góðar gjafir frá Hafró, þ.e. sýnishorn af öllum þeim þörungum sem fundust hér í þessari vinnu.  Unnið er að því í skólanum að plasta sýnishornin inn þannig að þau geymist sem best og sem lengst, þannig að nemendur geti unnið með þau og lært af þeim.  Starfsmönnum Hafrannsóknarstofnunarinnar eru færðar hinar bestu þakkir fyrir.  HDH


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31