Fréttir
25.02.2008 - Heimsókn í Hallormsstað
 
Í tengslum við sjálfsmatsvinnu í grunnskólanum var send njósnasveit í Grunnskólann á Hallormsstað til að kynnast því hvernig nemendur og kennarar þar hafa unnið að því að sækja um og halda Grænfánanum á lofti í skólanum.  Upphaflega áttu sex yngismeyjar að leggja land undir fót (eða dekk) en þegar til kom var ein þeirra lasin og önnur í Reykjavík.  Þær voru því fjórar sem lögðu af stað á jeppanum hennar Lilju, en ásamt henni í ferðinni voru Þórunnborg, Björg og Kolbrún, fulltrúi nemenda.  Ferðin sóttist þeim vel og fengu þær frábærar móttökur á Hallormsstað.  Þar fóru þær í skoðunarferð um skólann og nánasta umhverfi, fengu góð ráð og margt fleira.  Til baka komu þær, margs vísari og ljóst er að eldmóðurinn sem þær báru í brjósti áður en lagt var í´ann margaldaðist um allan helming. 
Viljum við þakka nemendum og starfsfólki Grunnskólans á Hallormsstað kærlega fyrir höfðinglegar móttökur.  Myndir úr ferðinni má finna hér.  HDH

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30