Fréttir
07.03.2008 - Bókasafn barnanna
 

Bókasöfn landsins standa fyrir vali á bestu barnabók ársins 2007 að mati 6 - 12 ára lesenda. Niðurstöðum allstaðar af landinu verður safnað saman og tvær bækur, önnur þýdd og hin íslensk - frumsamin, fá verðlaun, sem verða afhent á Borgarbókasafni á sumardaginn fyrsta. Hvert safn veitir síðan verðlaun fyrir þátttöku í sinni heimabyggð.
Bókasafn Grunnskóla Djúpavogs tekur nú þátt í fyrsta sinn. Hver lesandi má velja allt að þrjár bækur með því að fylla út kjörseðil á bókasafninu, en athugið að aðeins er einn kjörseðill á mann. 1.- 7. bekkur hefur þátttökurétt. Í apríl fá tveir heppnir lesendur verðlaun.

Hlakka til að sjá sem flesta,
Dagbjört á bókasafninu




smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31