Fréttir
28.03.2008 - Maraþon 6.-10. bekkjar
 

Undirritaður er búinn að liggja alltof lengi á myndum frá íþróttamaraþoni sem 6.-10. bekkur grunnskólans efndi til 29. febrúar sl í íþróttamiðstöð Djúpavogs. Ástæða maraþonsins var peningasöfnun fyrir ferð á SamFés, söngvakeppni félagsmiðstöðva sem fram fór laugardaginn 8. mars sl. Eins er undirritaður búinn að liggja á myndum frá þeirri keppni en þær koma síðar. Maraþonið stóð frá kl. 21:00 á föstudeginum 29. febrúar til kl. 19:00 á laugardeginum 1. mars.
Segja má að 6.-7. bekkur hafi verið að veita 8.-10. "móralskan stuðning" í maraþoninu, en SamFés er einungis ætlað 8.-10. bekk. Ekki dónalegur stuðningur það. Þess má líka geta að í maraþoninu tóku einnig þátt tveir krakkar frá grunnskólanum á Breiðdalsvík. Ástæðan var einfaldlega sú að þeim þótti svo gaman að fá taka þátt í keppnisdögum í Grunnskólanum sem fram fóru í febrúar að þau vildu endilega fá að taka þátt í þessu líka. Annars tala myndirnar sínu máli en þær voru teknar af Þóri Stefánssyni, hótelstjóra, og kunnum við honum bestu þakkir fyrir. Eins tók hann myndirnar á SamFés keppninni sem eins og áður sagði koma síðar.

Myndirnar er að finna hér

ÓB 


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31