Fréttir
15.05.2008 - Ratleikur
 
Eins og íbúar í þorpinu tóku eflaust eftir í dag voru grunnskólanemendur á þönum um allar trissur.  Ástæðan fyrir því var sú að í dag fór fram hinn árlegi ratleikur.  Nemendum var skipt upp í 6 lið, þvert á bekki þannig að í sama liðinu voru nemendur frá 1. / 2. bekk og upp í 10. bekk.  Þemað í ár var EM í knattspyrnu sem fram fer í Sviss og Austurríki nú í júní.  Að venju var keppnin hörð og spennandi og þurfti nemendur að leysa ýmis konar verkefni á 12 mismunandi stöðvum.  Síðasta þrautin fór síðan fram á sparkvellinum þar sem nemendur fengu 5 mínútur til að æfa flottasta "fagnið."  Svo fór að lið númer 2 sigraði, en í því voru:  Arnar Jón, Margrét, Auður, Anton, Bjarni, Jens og Fanný.  Í verðlaun var að venju íslveisla í versluninni Við Voginn.  Myndir frá ratleiknum má finna hér

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30