Fréttir
02.06.2008 - Skólaslit 2008
 
Skólaslit Grunnskóla Djúpavogs, ásamt útskrift elstu nemenda Leikskólans Bjarkatúns, fóru fram í Djúpavogskirkju laugardaginn 31. maí sl.  Að venju var athöfnin látlaus en hátíðleg og var mjög góð mæting hjá forráðamönnum og nemendum.  Skólastjóri Grunnskólans ávarpaði viðstadda, ásamt því að fulltrúi 10. bekkjar, Aron Daði Þórisson, flutti kveðju þeirra.  Þórdís Sigurðardóttir, forstöðumaður leikskólans, útskrifaði elstu nemendur sína og skólastjóri grunnskólans bauð þá velkomna.  Þá voru veittar viðurkenningar fyrir átakið "Göngum í skólann" og hlutu nemendur 1. - 5. bekkjar vatnsbrúsa í verðlaun fyrir að hafa gengið eða hjólað í skólann, nánast alla daga í maí.  Kolbrún Ósk Baldursdóttir og Sandra Sif Karlsdóttir fengu sérstaka viðurkenningu fyrir þátttöku í Grænfánaverkefni skólans.  Jóhann Atli Hafliðason hlaut bókargjöf í viðurkenningarskyni fyrir framúrskarandi námsárangur.  Þá fluttu samsöngsnemendur lög undir stjórn Berglindar Einarsdóttur og við undirleik Svavars Sigurðssonar. 
Að athöfn lokinni var sýning í skólanum og foreldrafélagið bauð öllum upp á pylsur og Svala.  Myndir má finna hér.  HDH

smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31