Fréttir
22.08.2008 - Opið hús
 

Opið hús var í Grunnskólanum í dag.  Langflestir nemendur og foreldrar kíktu í heimsókn til að fá stundatöflur og bækur og til að hitta umsjónarkennara.  Mikil tilhlökkun lá í loftinu, sérstaklega hjá yngstu nemendunum en margir af þeim eldri eru einnig fegnir að komast aftur í skólann því þá færist lífið aftur í fastar skorður.

Fyrr í vikunni varð uppi fótur og fit meðal starfsfólks skólans þegar það kom í ljós að undanúrslitaleikur Íslendinga gegn Spánverjum færi fram á sama tíma.  Til þess að þurfa ekki að breyta "opna húsinu" tókum við til þess ráðs að sýna leikinn beint í tölvuverinu og vakti það mikla lukku.  Ekki þarf að lýsa stemmingunni sem var þar inni.

Við viljum minna foreldra á að hvetja börnin til að ganga eða hjóla í skólann á meðan veðrið leikur svona við okkur.
HDH


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31