Fréttir
25.09.2008 - 120 ára afmæli barnakennslu á Djúpavogi
 
Þann 10. október nk. verður afmælisveisla í Grunnskóla Djúpavogs í tilefni af því að 120 ár eru liðin frá því að fyrsta hefðbundna kennslan hófst á Djúpavogi.  Þá var Bjarni Sigurðsson, búfræðingur frá Þykkvabæjarklaustri ráðinn barnakennari til fjögurra ár.  Barnakennsla hefur verið á Djúpavogi samfellt síðan.  Fyrsta skólahús á Djúpavogi var Hótel Lundur, þar til það brann árið 1896.  Geysir stendur núna á þessum stað.  Árið 1914 var svo Gamli skólinn steyptur og var hann notaður sem skóli til 1952.  Þar stendur Sparisjóður Hornafjarðar og nágrennis / Íslandspóstur núna.  Síðan þá hefur skólinn verið í því húsnæði sem hann er enn í, í dag.
Í tilefni af þessu 120 ára afmæli ætlum við að gera okkur glaðan dag.  Klukkan 17:00 verður hátíðardagskrá á Hótel Framtíð og að henni lokinni verður kaffi og afmæliskaka í boði í Grunnskólanum.  Þar verður myndasýning, sýning á gömlum munum o.fl. 
Allir velunnarar skólans eru hjartanlega velkomnir og verður þessi viðburður auglýstur nánar þegar nær dregur.  HDH

smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30