Umhverfisstefna skólans

Umhverfisstefna Grunnskóla Djúpavogs

Í skólanámskrá stendur m.a.:
Í skólanum fer fram fjölbreytt starf og við erum í sífellu að auka gæði náms og kennslu og erum við í alltaf að bæta við nýjum kennsluháttum.  Nú um stundir leggjum við sérstaka áherslu á umhverfis- og grenndarnám.  Stefnt er að því að tengja starf skólans sem mest við umhverfi hans og fyrri reynslu nemenda, svo þeir hafi forsendur til að meta uppruna sinn og umhverfi að verðleikum.  Auk þess á allt starf skólans að miða að því að nýta kosti, sérstöðu og séreinkenni byggðarlagsins sem mest. Þá  skal stefnt að því að nemendur og starfsfólk skólans verði sér meðvitað um  samspil manns og náttúru og temji sér að umgangast allt umhverfi sitt af virðingu og alúð. Því er lögð áhersla á öfluga umhverfisfræðslu semeinkennist af umfjöllun um Djúpavogshrepp, vistfræði sveitarfélagins og umhverfisvernd. Lögð er áhersla á að nemendur geri sér ljósa grein fyrir mikilvægi verndunar lífræns og lífvana umhverfis og stuðli að því með hegðun sinni að viðhalda þeim möguleikum sem ómenguð og óspillt náttúra býr okkur.

Markmið með umhverfisfræðslu er:

·  að vekja athygli nemenda á umhverfinu og þeim vandamálum sem þar bíða úrlausnar

·  að auka þekkingu nemenda á náttúrunni svo þeir geri sér betur grein fyrir hvaða áhrif röskun af manna völdum getur haft á umhverfið

·  að efla ábyrgð nemenda gagnvart umhverfinu og hvetja þá til að vernda náttúruna m. a. með fyrirbyggjandi aðgerðum

·  að hvetja nemendur til sparnaðar og endurnýtingar eftir því sem kostur er

·  að fá nemendur til að hugleiða hvað óbreyttur lífstíll gæti haft í för með sér

·  að nemendur þroski með sér virðingu og samkennd með lífi, náttúru og nánasta umhverfi

·  að nemendur læri að þekkja nánasta umhverfi sitt og þær lífverur sem þar búa.

Grunnskóli Djúpavogs er einn af þeim skólum á landinu sem tekur þátt í verkefninu Grænfáninn. Grænfáninn er alþjóðlegt verkefni sem hefur það að markmiði að efla vitund og þekkingu nemenda, kennara og starfsmanna skóla um umhverfismál. Einnig auðveldar það skólum að innleiða raunhæfar aðgerðir í umhverfismálum. Reynslan í Evrópu sýnir að skólar sem taka þátt í verkefninu geta sparað talsvert í rekstri. Að baki Grænfánanum stendur sjálfseignarstofnunin Foundation for Environmental Education - FEE. Landvernd er aðili að FEE.

Umhverfisstefna okkar gefur margt til kynna. Starfið í vetur hefur fyrst og fremst snúist um flokkunarmál enda er það stór málaflokkur þar sem aldrei má sofna á verðinum. Þá hefur góður árangur náðst í að nota eingöngu umhverfisvænar hreinlætisvörur. Í skólanum er starfandi umhverfisráð sem er mótandi í starfinu.  Grunnskóli Djúpavogs stefnir að því að vera áfram skóli á grænni grein og að fá Grænfánann hengdan við hún vorið 2011. 

Í umhverfisnefnd Djúpavogsskóla 2014-2016 eru:

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir
Guðrún S. Sigurðardóttir
Steinunn Þórarinsdóttir
Guðný Ingimundardóttir
Bryndís Skúladóttir
Bergþóra Valgeirsdóttir

 

 

 

 

 

smţmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31