![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Djúpavogsskóli er einsetinn heildstæður skóli með 65 nemendur í grunnskóla, úr dreifbýli og þéttbýli Djúpavogshrepps. Grunnskólinn er hluti af stærri einingu, þ.e. 1. ágúst 2011 voru grunn-, leik- og tónskólinn sameinaðir í einn skóla. Í grunnskólanum er lögð mikil áhersla á samkennslu, samvinnu og þverfaglega vinnu nemenda og kennara. Mikil áhersla er lögð á að nýta hið stórkostlega umhverfi sem skólinn er staðsettur í, bæði við leik og störf. Mikil samvinna er milli skólans, Umf. Neista, tónskólans og Djúpavogshrepps. Nemendur mæta í skólann kl. 8:05 að morgni og hafa lokið íþrótta- og tónlistarnámi að stærstum hluta kl. 15:40. Nemendum úr dreifbýli er ekið í skólann að morgni og þeir síðan sóttir kl. 15:40. Þá er sveitarfélagið í samstarfi við Hótel Framtíð og býður upp á niðurgreiðslu á heitum máltíðum í hádeginu. Í vetur verður áfram lögð sérstök áhersla á grenndarkennslu og umhverfiskennslu við skólann. Grunnskóli Djúpavogs er Grænfánaskóli. Símanúmer í skólanum eru: Aðalnúmer: 470-8710 Stjórnendur: 470-8713 |
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
|