Sjálfsmat

Í lögum um grunnskóla nr. 66/1995 eru ákvæði um sjálfsmat skóla. Skólinn velur sjálfur aðferðir við sjálfsmat og er kveðið á um að á 5 ára fresti skuli taka sjálfsmatsaðferðir skólans út.

Formleg vinna við sjálfsmat hefur farið fram við grunnskóla Djúpavogs síðan 2001. Árið 2003 var skólinn tekinn út af úttektarhóp RKHÍ og var niðurstaðan sú að skólinn fékk mjög góða úttekt. 

Sjálfsmat skólans er unnið á þann hátt að skólastjóri skiptir starfsfólki niður í 2-3 vinnuhópa.  Hverjum hóp fyrir sig er úthlutað verkefnum skv. þriggja ára áætlun (fskj. 1).  Vinnunni er skipt í tvennt, þ.e. haustönn og vorönn og eru annarskil í lok hvorrar annar.  Allt starfsfólk skólans kemur að vinnu við sjálfsmatið og tryggir það að allir séu upplýstir um stöðu mála og að það sem gert er, sé eign okkar allra.  Á hverju ári er unnin ný þriggja ára áætlun þar sem unnið er út frá þeim niðurstöðum sem veturinn leiddi af sér.  Á hverju vori sem skólastjóri heildarskýrslu fyrir starf vetrarins og sendir hana til sveitarstjórnar og skólanefndar til kynningar.  Auk þess birtist skýrslan á heimasíðu skólans.

Í mars 2009 var skólinn aftur tekinn út, að þessu sinni af fulltrúum British Standards Institution á Íslandi sem sáu um úttektina f.h. menntamálaráðuneytisins.  Þeir fengu öll gögn skólans send í pósti og heimsóttu síðan skólann.  Þar ræddu þeir við skólastjóra, fulltrúa kennara, fulltrúa foreldra og fulltrúa nemenda.  Fyrir skemmstu barst bæði skólastjóra og sveitarstjórn bréf þar sem skólinn kom út með ágætis einkunn, þ.e. að sjálfsmatið væri fullnægjandi að hluta.  Það sem út af stendur og þarf að laga er að sjálfsmatið þarf að vera samstarfsmiðað, greinandi og lýsandi og er unnið að því, m.a. með þessari skýrslu, uppfærðum upplýsingum á heimasíðunni o.fl.

Eitt af því sem gerð var athugasemd við var að tryggja þyrfti að sjónarmið foreldra og nemenda kæmu oftar fram varðandi alla þætti skólastarfsins.  Framvegis verða því lagðar árvissar kannanir fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk þar sem þau geta á einfaldan en markvissan hátt komið sínum áherslum varðandi skólann á franfæri.  Komi í ljós að einhverjir hópanna geri alvarlegar athugasemdir við starfsemi skólans, verði þeir þættir kannaðir nánar og úrbætur unnar út frá því.

Sjálfsmatsskýrslur má finna hér:

2001 - 2002

2002 - 2003

2003 - 2004

2004 - 2005

2005 - 2006

2006 - 2007

2007 - 2008

2008 - 2009   
    
Fskj 1         

Fskj 2

Fskj 3

2009 - 2010

2010 - 2011

Þriggja ára áætlun 2011 - 2014

Úrbótalisti vor 2011

smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31