Höfnin
16.03.2011 - Atvinnusköpun í sjávarbyggðum
 

Iðnaðarráðuneyti í samstarfi við Nýsköpunarmiðstöð Íslands auglýsir eftir umsóknum í styrki til verkefnisins Atvinnusköpun í sjávarbyggðum sem byggja á tekjum af sölu aflaheimilda fiskveiðiárin 2009/2010 og 2010/2011 til að veiða skötusel og til frístundaveiða, sbr. lög um stjórn fiskveiða.

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum er tímabundinn verkefnasjóður sem hefur það að markmiði að skapa varanleg störf, efla atvinnusköpun og auka fjölbreytni atvinnulífs í sjávarbyggðum.

Áhersla verkefnisins er á hagnýtingu nýrra hugmynda og leitast verður eftir því að styðja verkefni sem fela í sér nýsköpun, þekkingaryfirfærslu og hugverk. Stuðningur getur m.a. falist í viðskipta- og vöruþróun, markaðssókn og erlendri markaðsfærslu.

Atvinnusköpun í sjávarbyggðum leitar eftir verkefnum sem fela í sér ný atvinnutækifæri og byggja á styrkleikum sjávarbyggða.

Hvatt er sérstaklega til stærri samstarfsverkefna fyrirtækja, háskóla og rannsóknastofnanna þar sem fram koma skýrar hugmyndir um afurðir í formi vöru eða þjónustu sem skila varanlegum verðmætum og atvinnu. Lögð er áhersla á klasasamstarf en það er ekki forsenda fyrir stuðningi úr Atvinnusköpun í sjávarbyggðum.

Rafræn umsóknareyðublöð má finna á www.nmi.is/impra  

Nánari upplýsingar veitir Arna Lára Jónsdóttir, verkefnastjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands , arnalara@nmi.is  


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.10:00:00
Hiti:3,7 °C
Vindátt:NV
Vindhraði:15 m/sek
Vindhviður:21 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.10:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:N
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:13 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.10:00:00
Hiti:3,9 °C
Vindátt:V
Vindhraði:12 m/sek
Vindhviður:18 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.3.2024