Höfnin
06.06.2011 - Sjómannadagurinn 2011
 

Eins og lög gera ráð fyrir var Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur á Djúpavogi í gær, sunnudag. Dagurinn hófst með Sjómannadagsmessu kl. 11:00 og svo var dorgveiðikeppni í hádeginu á bryggjunni.  Þar var góð mæting, um 30 stangir og aflinn góður. Hætt var við fyrirhugaða skemmtiferðasiglingu þar sem að upp úr hádegi var kominn norðaustan stálballarsteytingur og ekki báti út sigandi. Um miðaftansbil var svo efnt til glæsilegrar veislu í Sambúð þar sem um 80 manns mættu og gæddu sér á dýrindis kræsingum.

Meðfylgjandi myndir voru teknar í dorgveiðikeppninni.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.11:00:00
Hiti:4,5 °C
Vindátt:SSA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:12 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.11:00:00
Hiti:5,0 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:2 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.11:00:00
Hiti:5,5 °C
Vindátt:A
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024