Höfnin
01.08.2011 - Skemmtiferðaskipið Ms. Maasdam á Djúpavogi
 

Miðvikudaginn 3. ágúst nk. er von á síðasta skemmtiferðaskipi sumarsins til Djúpavogs en þá siglir Ms.Maasdam inn fjörðinn. Skipið hefur tvisvar áður komið til Djúpavogs, fyrst árið 2007 og í seinna skiptið árið 2009. Maasdam er heldur stærra en systurskip þess, Ms. Prinsendam, sem var hér í firðinum á laugardaginn en í áhöfn eru rétt rúmlega 600 manns og fjöldi farþega um 1.200. Stór hluti þeirra hefur nú þegar bókað sig í ferðir víðsvegar um svæðið en það má þó búast við miklum fjölda ferðamanna í þorpinu okkar þennan dag.

Gert er ráð fyrir því að skipið komi kl. 08:00 og haldi aftur á haf út kl. 17:00 en það siglir hingað frá Vestmannaeyjum og er þetta síðasta höfn þess áður en siglt er til Skotlands. 

Þess má geta að bæjaryfirvöld á Hornafirði og við hér á Djúpavogi höfum síðustu ár unnið sameiginlega að því að kynna svæðið sem vænlegan áfangastað fyrir skemmtiferðaskip. Samstarfið felur m.a. í sér að notast er við hafnaraðstæður hér en boðið upp á ferðir í nágrenni Hornafjarðar en mjög vinsælt hefur verið meðal farþega skipanna að fara í ferð á Jökulsárlón, enda engin furða þar sem staðurinn er einstakur á heimsvísu. Auk þess hefur sigling út í Papey notið mikilla vinsælda og ánægju fjölmargra farþega. 

Ferða - og menningarmálafulltrúi

BR


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.06:00:00
Hiti:3,4 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:8 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.06:00:00
Hiti:3,7 °C
Vindátt:S
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.06:00:00
Hiti:5,9 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 20.4.2024