Höfnin
25.08.2011 - Skemmtiferðaskip á Djúpavogi sumarið 2011
 

Þrjú skemmtiferðaskip stoppuðu hjá okkur í sumar með stuttu millibili. Það fyrsta var Princess Danae sem kom hingað 21. júlí, Ms. Prinsendam stoppaði hér 30. júlí og að síðustu komu góðkunningjar okkar í Ms. Maasdam þann 3. ágúst þetta það er í þriðja skiptið sem það kemur hingað.

Maasdam er þeirra stærst, 56.000 brúttótonn, með 600 manna áhöfn og 1.200 farþega. Prinsendam er 37.000 brúttótonn með 800 farþega og Princess Danae er 16.500 brúttótonn og með 500 farþega.

Ljóst er að áhugi skemmtiferðaskipa á Djúpavogi er alltaf að aukast og óhætt er að segja að þetta sé heilmikil búbót fyrir bæði Djúpavogshöfn og ferðaþjónustuaðila á svæðinu.

Hér er hægt að skoða myndir af heimsóknum skipanna með því að smella hér.

ÓB


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.07:00:00
Hiti:3,0 °C
Vindátt:S
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:7 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.07:00:00
Hiti:4,9 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.07:00:00
Hiti:3,8 °C
Vindátt:SV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.3.2024