Höfnin
11.10.2012 - Fyrirhuguð framkvæmd við smábátahöfn
 

Stefnt er að því að framkvæmd við nýja trébryggju í Djúpavogshöfn verði boðin út í lok október 2012.

Um er að ræða bryggju, 5 x 56 metrar sem verður lögð við hlið núverandi smábátabryggju sem fær að standa að mestu á meðan á framkvæmdunum stendur.  Stefnt er að verklokum 1. júní 2013. Áhugasamir geta kynnt sér útboðsgögn hér á heimsíðunni auk þess sem útprentuð gögn má nálgast í Geysi og hjá hafnarverði.

Ábendingum / athugasemdum er hægt að  koma á framfæri með tölvupósti sveitarstjori@djupivogur.is

eða í umslagi merkt:

Djúpavogshreppur   
v/ smábátabryggju
Bakki 1

765 Djúpivogur

Athugasemdir skulu berast fyrir kl. 16:00, föstudaginn 19. október.

Útboðsgögn:

Grunnmynd
Innri (suður) hlið
Ytri (norður) hlið

 

Sveitarstjóri


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.03:00:00
Hiti:5,8 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:9 m/sek
Vindhviður:11 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.03:00:00
Hiti:4,4 °C
Vindátt:ASA
Vindhraði:4 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.03:00:00
Hiti:6,4 °C
Vindátt:ANA
Vindhraði:6 m/sek
Vindhviður:10 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.3.2024