Höfnin
27.08.2014 - Glæsilegur nýr bátur í flotann
 

Nú á dögunum bættist við nýr bátur í smábataflotann í Djúpavogshöfn. Báturinn heitir Amanda SU-47, eigandi er Þráinn Sigurðsson. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31, 8.44 brúttótonn og 9.57 metrar. Fyrir á Þráinn bátana Emilý og Birnu.

Þessi glæsilegi bátur er flott viðbót við flotann og ljóst að enginn uppgjafartónn er í smábátasjómönnum á Djúpavogi þrátt fyrir hræringar í sjávarútvegsmálum síðustu mánuði.

Við óskum Þráni innilega til hamingju með nýja bátinn.

ÓB

 

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.21:00:00
Hiti:0,8 °C
Vindátt:V
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:6 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.21:00:00
Hiti:-1,3 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:4 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.21:00:00
Hiti:-3,5 °C
Vindátt:V
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 14.11.2025