Höfnin
24.09.2015 - Ný flotbryggja í Djúpavogshöfn
 

Í dag afhentu starfsmenn Króla ehf. fyrri flotbryggjuna af þeim tveimur sem munu verða staðsettar við nýju smábátabryggjuna í Djúpavogshöfn. Bryggjan, sem er 50 metrar á lengd, var sjósett í fyrradag og frágangur kláraður í morgun.

Næst á dagskrá er að fjarlægja gömlu trébryggjuna og setja niður aðra flotbryggju á þann stað. Flotbryggjan sú verður 40 metra löng og á henni verður boðið upp á legupláss við fingur. Ráðgert er að hún verði klár í lok nóvember.

Það voru Stefán Guðmundsson, hafnarvörður og Sigurjón Stefánsson, formaður hafnarnefndar sem tóku formlega við bryggjunni fyrir hönd Djúpavogshafnar en Kristján Óli Hjaltason, framkvæmdarstjóri Króla ehf. sá um að afhenda gripinn.

Sjá myndir af bryggjunni og afhendingunni með því að smella hér.

ÓB

 

 


Veðrið í dag
Veðurstöðin Papey kl.08:00:00
Hiti:3,7 °C
Vindátt:SV
Vindhraði:3 m/sek
Vindhviður:5 m/sek
 
 
Veðurstöðin Teigarhorn kl.08:00:00
Hiti:4,1 °C
Vindátt:SA
Vindhraði:1 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Veðurstöðin Hamarsfjörður kl.08:00:00
Hiti:3,9 °C
Vindátt:VSV
Vindhraði:2 m/sek
Vindhviður:3 m/sek
 
 
Flóð og Fjara: 19.3.2024