Fréttir
02.10.2008 - Yfirlýsing frá forsvarsmönnum Djúpavogshrepps
 
Yfirlýsing frá forsvarsmönnum Djúpavogshrepps, afhent á fundi með starfsm. Leikskólans Bjarkatún 23. sept. 2008: 

Til að bregðast við skorti á starfsmönnum við Leikskólann Bjarkatún og vegna álags á núverandi starfsmenn stofnunarinnar mun Djúpavogs-hreppur mæta því með eftirtöldum ráðstöfunum í samræmi við heimild sem veitt var á fundi sveitarstjórnar Djúpavogshrepps 11. sept. 2008. Ákvörðunin gildir að sjálfsögðu bæði um núverandi starfsmenn og þá sem ráðnir kunna að verða á gildistíma hennar (fram að næstu kjarasamningum):

1. Greitt verður 20 % álag til ófaglærða starfsmanna frá og með 1. sept. 2008. Hækkunin þýðir að meðaltali ríflega 33 þús. kr. á mánuði, sé tekið mið af launum hjá núverandi ófaglærðum starfsmönnum, væru þeir í 100 % starfi. Þetta álag mun ekki lækka fram að gildistöku næstu kjarasamninga, jafnvel þótt starfsmönnum fjölgi. Sömu álagsgreiðslur munu gilda um faglærða starfsmenn, ráðist þeir til starfa.

2.Leikskólastjóri hefur ennfremur nú þegar með samþykki forsvarsmanna sveitarfélagsins beitt sér fyrir hækkun á launum deildarstjóra, sem tekur mið af reynslu og menntun. Þar ofan á verður einnig greitt 20 % álag. Auk þess er reyndar að taka gildi samningsbundin hækkun til deildarstjóra, sem jafnframt er afturvirk.

3. Álagsgreiðslur eru nú þegar í gildi (33 % vaktaálag) hjá starfsmönnum á álagstíma innan hefðbundins dagvinnutíma. Þessar greiðslur munu taka breytingum með hliðsjón af álagi og verða aldrei hærri en nú.

4. Ákvörðunin gildir fram að gildistöku nýrra samninga við starfsmenn leikskóla, en þeir eru lausir frá og með 30. nóv. 2008. Lýst er yfir vilja til að ganga til viðræðna við starfsmenn á Bjarkatúni um framlengingu á álagsgreiðslum, en fyrirvari gerður um hvað nýir samningar munu hafa í för með sér. 


Djúpavogi 23. sept. 2008; 


                     _______________________                    __________________________
                     Andrés Skúlason,
oddviti             Bj. Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri

smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31