Fréttir
14.11.2008 - Grunnskólaheimsóknin
 

Í október fóru elstu nemendur Bjarkatúns í sína fyrstu heimsókn í grunnskólann.  Í þessari heimsókn hittu nemendur kennara 1. bekkjar sem og gamla skólafélaga sem nú eru komin í 1. bekk.  Farið var með hópinn um grunnskólann og sýndu nemendur 1. og 2. bekkjar allt í grunnskólanum, hvað sé nú skemmtilegast og hvað er gert á hverjum stað.  Nemendurnir hittu skólastjórann hana Dóru sem og aðra kennara og nemendur.  Í lokin var svo farið aftur inn í stofuna og fengu nemendurnir afhenta verkefnabók sem þau eru að vinna í hér í leikskólanum.  Þá kom að frímínútum sem þau fengu að taka þátt í áður en haldið var af stað í leikskólann aftur. 

 

Að prófa borð nemenda 1. bekkjar

Unnið í verkefnabókinni sem Þórunnborg gaf þeim

Í frímínútum

ÞS

 


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30