Fréttir
03.02.2009 - Grunnskólaheimsóknin
 

Í morgun fóru elstu börn leikskólans í heimsókn upp í grunnskóla, þau Askur, Guðrún Lilja, Íris Antonía, Katla Rún og Þór. Lagt var snema af stað þar sem við ætluðum að vera komin þegar samsöngur byrjaði klukkan 8:05.

Þórunnborg og Halldóra skólastjóri tóku vel á móti okkur þegar við komum og fórum við aðeins inn í stofuna hjá 1. og 2. bekk, síðan var farið í samsöng.

Þar var nú aldeilis mikið að sjá og fylgjast með József spilaði undir og Berglind stjórnaði söngnum en í samsöng eru nemendur í 1. - 8. bekk. Við kunnum nú ekki alveg öll lögin en sum þekktum við og tókum þá vel undir.

Þegar samsöngur var búinn var farið í tjáningu hjá Berglindi úti í íþróttahúsi. Þar lærðum við nokkur grunnspor eins og t.d í Vals og fórum í leiki eins og Ding Dong og Súperman. Það var síðan gott að komast í slökun og róa sig niður en við enduðum á að fara í setudans.

Við hlupum síðan yfir í skólann til að fara í nesti, við komum með nestisbox að heiman og borðuðum með bestu list enda orðin sársvöng eftir viðburðaríkan morgunn.

Í frímínútum voru strákarnir fljótir að fara upp á sparkvöll með hinum strákunum en stelpurnar voru að róla og klifra með stelpunum í 1. og 2. bekk. Við fórum síðan inn og þökkuðum fyrir okkur, morgunin var mjög skemmtilegur og spennandi.  Hér eru svo myndir úr heimsókninni.                                                                                                                                                                  AE. GLE. ÍAÓ. KRM. ÞA.


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30