Fréttir
26.02.2009 - Öskudagssprell
 

Leikskólabörnin héldu upp á öskudaginn með hefðbundnu sniði og undanfarin ár.  Börnin mættu í leikskólann í grímubúningum, furðufötum eða náttfötum.  Um kl. 10:00 hittust svo báðar deildir í salnum og var kötturinn sleginn úr tunnunni og að þessu sinni var það hann Brandur sem var í tunnunni ásamt ýmsu góðgæti sem börnin fengu.  Þegar búið var að borða góðgætið var slegið upp í dansleik þar sem börnin fóru í hókí pókí, superman, fugladansinn og ýmsa aðra dansa og leiki.  Þegar hádegismaturinn byrjaði var boðið upp á pylsur í brauð og eftir hádegismatinn var horft á DVD myndina um dýrin í Hálsaskógi.  Allir skemmtu sér konunglega þennan dag eins og sjá má á meðfylgjandi myndum en fleiri myndir eru hér

Þess má geta að einungis 5 börn af 15 börnum á Krummadeild voru í leikskólanum þennan dag vegna veikinda og verður þeim sem ekki gátu komist boðið að koma í grímubúning, furðufötum eða náttfötum seinna, og halda upp á "litla öskudaginn" inn á Krummadeild. 

Öskudagsbúningar

Að slá köttinn úr tunnunni

Verið að gæða sér á því sem kom upp úr tunnunni

Allir í Hókí pókí


 Í Superman

ÞS

 


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30