Fréttir
03.06.2009 - Útskriftarferð
 

Í leikskólanum eru 5 nemendur sem hætta nú í haust og fara í grunnskólann.  Eins og venja er þegar stórum áfanga í skólagöngu barns hefur verið náð er farið í útskriftarferðalag.  Útskrift hafði farið fram á laugardeginu 30. maí en þar með luku börnin sínu fyrsta skólastigi og þá var bara eftir að fara í útskriftarferðalagið sem farið var þann 2. júní.  Í ár var byrjað á því að fara inn að Teigarhorni og heimsækja hana Jónínu okkar sem er búin að vera að vinna á leikskólanum í vetur.  Hún sýndi okkur steinasafnið sitt og við fengum að sjá hesta og hænur.  Merkilegast fannst okkur þó að fá að hitta hana Hröfnu Hönnu Elísu idol stjörnuna okkar.  Við fengum að leika okkur í bát sem var líka rosalega skemmtilegt.  Eftir heimsóknina  var brunað inn í Geitadal og þar lékum við okkur í klettunum og grilluðum pylsur sem voru sko alveg hreint rosalega góðar.  Að endingu var svo farið út í Við voginn og fengum við ís í brauði enda veðurblíðan með eindæmum.  Þessi fyrsta útskriftarferð okkar var rosalega skemmtileg og stefnum við öll á að fara í margar útskriftarferðir um ævina.  Fleiri myndir hér.

 

Heimsóttum Teigarhorn

Hittum idolstjörnuna okkar sem var sko rosa gaman

Fórum inn í Geitadal

og fengum ís

 

AE, GLE, ÍAÓ, KRM, ÞA, og ÞS


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31