Fréttir
02.09.2009 - Haustþing leikskólakennara
 

Haustþing leikskólakennara verður haldið þann 11. september nk. á Fáskrúðsfirði.  Leikskólinn verður lokaður þennan dag en starfsmenn munu fara á þingið.  Á þinginu í ár verður boðið upp á fyrirlestra um Krakkamat, hollur og bragðgóður í umsjá rannsóknarþjónustunnar Sýni ehf. en það er fyrir starfsfólk leikskólamötuneytis, Ég og leikskólinn minn, ferlilmöppur í umsjá Sigríðar Herdísar Pálsdóttur, félagstengsl ungra barna og þróun eineltis  í umsjá Jarþrúðar Ólafsdóttur kennsluráðgjafa hjá Skólaskrifstofu Austurlands og tónlist og hreyfing í umsjá Dagnýjar Elísdóttur og Jóhönnu Fjólu Kristjánsdóttur.  Allir starfsmenn leikskólans munu sitja þessa fyrirlestra auk þess mun 4 starfsmenn sitja "segjum börnum sögur" í umsjá Berglindar Óskar Agnarsdóttur og 3 starfsmenn munu sitja námskeið um útikennslu í umsjá Dísu Maríu Egilsdóttur og Jóhönnu Fjólu Kristjánsdóttur. 

Eins og sjá má er margt spennandi í boði fyrir okkur og teljum við að þetta allt geti nýst okkur í starfi hér í Bjarkatúni.

 

ÞS


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31