Fréttir
02.10.2009 - Bókasafnsferð
 

Í dag fóru nemendur Kríudeildar á bókasafnið í fyrsta skipti í vetur en ætlunin er að fara fyrsta föstudag í hverjum mánuði á bókasafnið.  Börnin fá að skoða bækur, lesin er saga og svo teknar nokkrar bækur.  Einnig ætla nemendur Kríudeildar að fara í íþróttahúsið aðra hverja viku í vetur og verður fyrsta ferðin í íþróttahúsið farin þann 7 október kl. 10:30. 

Vetrarstarfið byrjar á fullum krafti eftir helgi og geta foreldrar séð skipulagið á svæði hverrar deildar fyrir sig.  Í starfi vetrarins mun Krummadeild (yngri börnin) fara í könnunarleik, tónlist og hreyfing, einingakubba og listakrók og Kríudeild (eldri börnin) fara í eininga/holukubba, tónlist og hreyfingu, listakrók og málörvun.  Hópstjórar sjá um starfið en tónlist og hreyfing verður í höndum Andreu með aðstoð hópstjóra og málörvun sér Helga Björk um.  

Við minnum á foreldrafundinn sem verður haldinn 8. október kl. 17:30

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30