Fréttir
09.10.2009 - Foreldrafundur 8. október 2009
 

Foreldrafundur  8. október 2009 

 

Á fundinum var farið yfir skipulag vetrarins, hvað verður gert í vetur á báðum deildum og svo á sitt hvorri deildinni fyrir sig.  Farið var inn á heimasíðu Bjarkatúns og sýnd svæði sem geyma ársskýrslu leikskólans, starfsáætlun 2009-2010, skóladagatalið og viðbragðsáætlun leikskólans.  Vefsvæðið mentor var kynnt en það svæði verður mikið notað til að koma upplýsingum um hvað sé verið að gera og hvað verður gert í vetur.  Rætt voru ýmis málefni sem snúa að leikskólanum.  Ákveðið var að fá séra Sjöfn til að koma í leikskólann einu sinni í mánuði og spjalla við börnin og syngja með þeim.  Nánari tímasetning verður auglýst síðar. 

Á fundinum var einnig rætt um hvort breyta ætti sumarlokun leikskólans en honum er lokað frá 15. júlí-15. ágúst, gerði leikskólastjóri óformlega könnun á því hvar foreldrar leikskólabarna ynni og kom í ljós að 9 foreldrar vinna í Vísi, 8 foreldrar eru á sjó og 8 foreldrar eru heimavinnandi eða í fæðingarorlofi, 5 í leikskólanum en síðan dreifast foreldrarnir á skrifsstofuna, Samkaup, fiskmarkað, Rafstöð, Hótel, HB – Granda, Ósnes, Tónskólann, Grunnskólann og fleiri staði.  Samtals eru 51 foreldri og var þetta óháð því hvort um systkini væri að ræða eða ekki.  Rætt var um hvenær lokunin gæti verið ef hún yrði ekki þessi en ekki væri möguleiki á að færa lokunina mikið til.  Foreldrar á fundinum voru almennt ánægðir með þessa lokun þó svo að hún hentaði kannski ekki fólki sem ynni í ferðaþjónustunni en kom fram að ferðaþjónustutímabilið nær yfir þá mánuði sem leikskólinn gæti lokað, júní-júlí og ágúst auk þess sem þetta er hlýjasta tímabilið og best að fara í frí með börn þá.  Leikskólinn myndi ekki fara að loka í september eða október.  Ákveðið var að gera könnun á því hvaða tímabil foreldrar myndu helst vilja að leikskólanum yrði lokað.

Að lokum var rætt um það hvort foreldrar mættu setja nammi á afmæliskökur barnanna og skapaðist töluverð umræða um það.  Þar sem foreldrum fannst það partur af því að eiga afmæli væri að koma með nammi á kökuna enda myndi 2-3 nammi ekki skaða neinn.  Öðrum foreldrum fannst það alls ekki eiga heima í leikskólanum að börnin fengju nammi.  Svo voru foreldrar sem töluðu um að þeim fyndist munur á því hvort verið væri að ræða um börn á yngri deildinni eða eldri deildinni.  Það mætti alveg sleppa því að skreyta tertur með nammi á yngri deildinni en á eldri deildinni væru flest börn farin að borða nammi heima fyrir og því í lagi að skreyta með nammi.  Fyrirspurn kom um það af hverju væri verið að ræða þetta núna hvort þetta hefði ekki verið ákveðið í fyrra á fundinum.  Jú foreldrar ákváðu að mælast til þess að aðrir foreldrar myndu ekki skreyta kökur með nammi og var því komið á framfæri í fréttabréfi til foreldranna.  Leikskólastjóri tók þá ákvörðun að á afmæli barnsins væri það undir foreldrum komið hvað þeir kæmu með eða hvort þeir kæmu með eitthvað yfir höfuð og því myndi leikskólinn ekki setja neina reglu þess efnis.  Flestir foreldrar fóru eftir þessum tilmælum en ekki allir þar sem þeir höfðu ekki komist á fundinn og voru mjög ósáttir með þessa ákvörðun.  Fyrirspurnir komu til okkar um hvað mætti setja á kökurnar og hvaða máli skipti hvort súkkulaðið sé ofan á kökunni eða í kökunni.  Á fundinum kom fram að þetta væri nú kannski ekki spurningu um nammið sem slílkt heldur að setja nammi ofan á kökur.  Leikskólastjóri kom með þá hugmynd að þar sem leikskólinn er að ráða matráð í eldhúsið að bakaðar yrðu afmæliskökur fyrir barnið á leikskólanum.  Afmælisbarnið gæti tekið þátt í þeim bakstri og öll börnin fengju eins kökur.  Ekki voru allir sáttir við það þar sem þeim fannst þetta vera hluti af afmælisdegi barnsins að fá að koma með sína köku í leikskólann sem það hafði bakað og skreytt sjálft.  Niðurstaðan var semsagt sú að foreldrar mega koma með afmælilskökur eða annað í samráði við deildarstjóra en ef foreldri hefði ekki tök á að koma með köku eða annað þá gæti leikskólinn bakað kökuna og myndi þá barnið fá að taka þátt í því með matráðnum.  Foreldrar yrðu að láta vita með nokkra daga fyrirvara með það.  

 

Kosið var í foreldarráð/félag leikskólans og í nýrri stjórn starfa Ævar Orri, Ágústa og Unnur.  Fulltrúi leikskólans er Hugrún og starfar Þórdís auk þess með stjórninni.  

 

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30