Fréttir
06.11.2009 - Dagar myrkurs í leikskólanum
 

Leikskólinn Bjarkatún heldur upp á daga myrkurs með pomp og prakt og þessa fyrstu tvo daga myrkurs höfum við sko ýmislegt brallað saman.  Búið er að myrkva fataklefann og setja upp neonlistaverk eftir börnin, þau eru búin að búa til leðurblökur og köngulær sem settar voru í köngulóarvef.  Málaðar voru krukkur en kveikt verður á kertum og sett í þær í næstu viku en þá verður líka ýmislegt annað brallað eins og leikið sér með rafljós, farið í feluleik og þrautabraut búin til sem þarf að skríða í gegnum með vasaljósi.  Lokapunkturinn er síðan myrkraballið sem verður eftir viku. 

Ekki nóg með að börnin séu að gera hluti sem tengjast myrkrinu heldur borða þau hina ýmsu rétti í anda daga myrkurs.  Þau fá morgunmat í leikskólanum á milli kl. 8:15-8:45 og í boði var Hafragrautur að hætti Soffíu frænku á fimmtudeginum og Tunglshringir með álfamolum (Cheerios með rúsínum) í morgun.  Í hádeginu á fimmtudag fengu þau beinagrindarfisk með gulum jarðeplum (soðinn ýsa með kartölfum), í eftirrétt var risaeðluslím (karamellubúðingur með grænum matarlit) og í hádegismat í dag var ræningjagúllas þeirra Kaspers, Jespers og Jónatans með kartöflustöppu.  Börnin borðuðu þetta með bestu list þó einhverjir voru tregir til að smakka risaeðluslímið á meðan aðrir vildu sko fá meira. 

Hér má sjá brot af dögum myrkurs í leikskólanum.

 

Þetta er nú eitthvað skrítið..

Ein ekki alveg viss um að þetta sé gott en hin sleikir út um ...Nammi

Allt er vænt sem vel er grænt..!

Köngulóarvefurinn og öll köngulóarbörnin eru föst í vefnum

Listaverkin í fataklefanum

 

Við bjóðum öllum að koma á þriðjudaginn í heimsókn í leikskólann og skoða listaverkin okkar.

ÞS

 


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30