Fréttir
09.04.2010 - Könnunarleikur á Krummadeild
 

Á Krummadeild fara börnin í hverri  vikur í könnunarleik þar sem þau leika sér með hversdagslega hluti.  Könnunarleikur þjálfar skynfærin með því að setja upp í sig og handleika hluti.  Mikil uppgötvun fer fram hjá barninu þar sem það notar skilningarvitin fimm til hins ýtrasta, það snertir, lyktar, bragðar, heyrir og sér auk hreyfingar bæði fínhreyfingar og grófhreyfingar. 

Með stórt rör

Hlutirnir sem börnin fá í könnunarleik eru ekki venjuleg plastleikföng út úr búð heldur hversdagslegir hlutir og ílát.  Við notum mismunandi tegundir af ílátum eins og stórar dósir með ávölum börmum, kökubox, öskjur úr pappa eða tré, öskjur með loki, eggjabakka og plastflöskur, óbrjótanlegar krukkur með eða án loks.  Við notum hluti sem rúlla eins og ullardúska, borðtenniskúlur, rör (plast, pappi, málmur), tvinnakefli, pappahólkar af ýmsum stærðum, hárrúllur.  Aðra hluti sem við notum eru þvottaklemmur úr tré, keðjur af ýmsum stærðum og gerðum, hurðarhúnar úr tré, hurðastopp úr gúmmí, stórir hnappar, krukkulok (málm eða plast), Plastarmbönd og gardínuhringi, alls konar borða, köngla, stórar kastaníuhnetur, tunguspaða úr tré, gamla lykla. 

Að byrja í könnunarleik, í upphafi könnunarleikjarstundar sitja öll börnin saman við vegginn, pokar með könnunarleikjar- efninu eru settir í hornin á herberginu

Síðan fara krakkarnir og kíkja í könnunarleikjarpokana, hér fóru nokkrir af stað og kíktu í einn pokann en hinir pokarnir eru óhreyfðir ennþá

Upp úr pokunum kemur ýmsilegt sem gaman er að skoða og finna út hvað hægt er að gera við

Allir eru mjög uppteknir að setja hluti saman, finna út hvernig hlutur virkar eða uppgötva nýjan hlut

Þetta getur verið þolinmæðisvinna og einbeitingin skín af honum

og sumir hella sér í glas og fá sér að drekka

Þessa hluti nota börnin til að fylla, tæma, setja saman, velja og hafna, finna hvað er líkt og ólíkt, stafla hlutum og láta þá halda jafnvægi.  Við þurfum að hafa nóg af hlutum og nóg pláss en einmitt þess vegna rífast börnin sjaldan um þá. 

Skrúa tappa á flöskuna getur verið mjög erfitt en góð æfing

Stóri spegilinn okkar hefur mikið aðdráttarafl og merkilegur

Börnunum finnst mjög gaman í könnunarleik og eru alltaf niðursokkin í því að uppgötva og prófa hlutina.  En eins og gerist þá ganga hlutirnir úr sér og eyðileggjast og því mega allir hafa okkur í huga þegar þeir eru að henda krukkum, keflum, armböndum og keðjum.  Við getum notað þetta allt saman.

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30