Fréttir
19.04.2010 - Leikskólinn Bjarkatún auglýsir
 

LEIKSKÓLINN / Leikskólakennari

 

Leikskólinn Bjarkatún, Djúpavogi auglýsir eftir leikskólakennurum til starfa. Einnig er auglýst er eftir afleysingu í 50% stöðu tímabundið vegna fæðingarorlofs frá 1. september 2010

 

Samkvæmt lögum nr. 87/2008;2 kafli, 3 gr.

Rétt til að nota starfsheitið leikskólakennari og starfa við leikskóla á vegum opinberra aðila eða aðra hliðstæða skóla hefur sá einn sem til þess hefur leyfi menntamálaráðherra.
    Leyfi til þess að nota starfsheitið leikskólakennari má aðeins veita þeim sem lokið hefur:
    1.    meistaraprófi frá háskóla sem hlotið hefur viðurkenningu ráðherra á grundvelli laga um háskóla, nr. 63/2006, á fræðasviði sem ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi; eða
    2.    öðru námi sem jafngildir meistaraprófi skv. 1. tölul. og ráðherra viðurkennir til kennslu á leikskólastigi.

 

 

Upplýsingar er hægt að nálgast hjá leikskólastjóra, Þórdís í síma 478-8832 eða í tölvupósti, bjarkatun@djupivogur.is

 

Umsóknarfrestir er t.o.m. 15. maí 2010.  Umsóknum má skila í tölvupósti á bjarkatun@djupivogur.is eða í lokuðu umslagi merktu Leikskólinn á skrifstofu Djúpavogshrepps.    Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30