Fréttir
30.06.2010 - Skógardagur leikskólans
 

Skógardagur leikskólans var haldinn í 9. skiptið þann 26. júní sl.  Dagurinn var vel sóttur en einstaklega gott veður var þennan dag og var það alveg sérstaklega gott inn í skógræktinni.   Byrjað var á því að mála steina en síðan var gengið um skógræktina og listaverk barnanna skoðuð.  Sú nýbreytni var gerð í ár að setja upp gestabók á sama stað og óskaboxið er en það er von okkar að þeir sem heimsækja skóginn okkar og skoða listverkin skrifi í gestabókina.  Viljum við hvetja alla sem eiga leið um Djúpavog að kíkja í skógræktina með nesti og eiga þar góða stund. 

 

Verið að mála steina

Margir lögðu leið sína fótgangandi inn í skógræktina

Nestið borðað í Aðalheiðarlundi

Margir lögðu leið sína í skógræktina með vagnanna og er vel vagnfært um skóginn

Hægt er að sjá fleiri myndir frá skógardeginum hér

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30