Fréttir
26.11.2010 - Nýjar myndir
 

Búið er að setja inn nýjar myndir á myndasíðu leikskólans.  Einnig vil ég benda á nýtt dagatal fyrir desember mánuð en þar má sjá það sem verður á döfunni í leikskólanum þann mánuðinn.  Í nóvember var ýmislegt brallað, við tókum þátt í dögum myrkurs og voru unnin verkefni tengd dögunum sem og að matseðill vikunnar var í anda daga myrkurs.  Síðan kom snjórinn og þá var sko heldur betur gaman að fara út og renna sér á snjósleðum. 


Rosalega gaman að renna í brekkunni hjá Helgafelli

Við fórum á bókasafnið og hlustuðum á sögur og tókum bækur á safninu. 


Eldri bókasafnshópurinn hér á ferð


Yngri bókasafnshópurinn var aðeins rólegri og skoðaði bækur

Hér eru fleiri myndir frá bókasafninu en síðan fóru elstu nemendurnir í heimsókn í grunnskólann á degi íslenskrar tungu.  Þau unnu verkefni með 1. bekk í tilefni þess og síðan var farið í íþróttatíma með 1,2 og 3 bekk. 

Þar var búið að setja upp Tarzan braut sem vakti mikla lukku.  Hér eru fleiri myndir frá þessu. 

Fyrir nokkru voru teknar myndir af þremur elstu árgöngum í leikskólanum.  Gaman að sjá hverjir eru jafngamlir og spurning hvort árgangarnir munu halda sér svona út skólagönguna. 


Árgangur 2005, tilvonandi grunnskólabörn næsta vetrar í aldursröð.


Árgangur 2006  í aldursröð


Árgangur 2007 er fámennasti árgangurinn í leikskólanum, í aldursröð

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30