Fréttir
27.05.2011 - Sveitaferð leikskólabarna
 

Nemendur leikskólans fóru í sveitaferð inn á Fossárdal í síðastliðinni viku.  Frekar kalt var í veðri þennan dag þó að ekki hafi rignt eins og gerði út á Djúpavogi þennan dag.  Ekki var það látið stoppa sig og klæddum við okkur bara eftir veðri.  Foreldrafélag leikskólans sér um þessa ferð og sjá foreldrar um að sameinast um bíla og keyra börnin í sveitina.  Lagt var af stað frá leikskólanum um kl. 12:30.  Þegar komið var inn í Fossárdal var byrjað á því að kíkja inn í fjárhúsin enda sauðburður í fullum gangi.  Engin var að bera þegar við komum en nokkrar nýlega búnar og fengu börnin að sjá litlu lömbin og prófuðu sum hver að halda á lambi þó voru sumir sem vildu það ekki.  Síðan var farið inn í hlöðuna þar sem allir fengu nesti sem foreldrar höfðu komið með.  Á meðan á því stóð vildi svo vel til að ein kindin fór að bera og fengu þau börn sem höfðu áhuga á að sjá hvernig lamb fæddist.   Það var mikil upplifun hjá börnunum þó svo að sum börnin hafi nú ekki verið neitt svakalega hrifin af því.  Við þökkum bændunum á Fossárdal kærlega fyrir að taka á móti okkur. 


Að skoða kindurnar

Allt í röð og reglu í fjárhúsinu hjá kindunum

Þessi fengu að klappa svörtu lambi hjá Hafdísi

Borðuðum nesti í hlöðunni

Sáum eina kind vera að bera

Fleiri og ennfleiri myndir úr sveitaferðinni eru hér

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30