 Samstarf milli leik- og grunnskólans hefur alltaf verið gott. Elstu nemendur leikskólans komu í fyrstu heimsóknina í grunnskólann fyrir nokkru. Nemendur 1. og 2. bekkjar gengu um skólann og fræddu þau um starfsemina sem fer fram í grunnskólanum. M.a. lentu börnin inn í tónmenntatíma hjá 3. og 4. bekk og tóku þau lagið þar með Andreu og börnunum. Síðan lá leiðin á bókasafnið þar sem margt var að skoða. Fljótlega mun 1. bekkur heimsækja gamla leikskólann sinn og rifja upp góðar minningar þar. Myndir frá heimsókninni eru hér. HDH |