Fréttir
22.11.2011 - Venjulegur dagur á leikskólanum
 

Í dag er þriðjudagur, venjulegur dagur á leikskólanum.  Ég sit hér á skrifstofunni minni og hlusta á börnin spjalla og leika sér.
Ég er ekki viss um að hinn almenni borgari geri sér grein fyrir því fjölbreytta starfi sem fram fer í leikskólum landsins, ég vissi það ekki sjálf fyrr en ég fór að vinna hér í húsinu.  Hafði þó að einhverju leyti gert mér grein fyrir því þar sem ég hef átt tvö börn í leikskóla en það er samt öðruvísi að taka þátt í hringiðunni.
Núna er klukkan 9:30.  Einn hópur af börnum er að vinna í listakrók, þau eru að mála plastflöskur og búa til fiska og fugla, einn hópur er í holukubbum.  Þau eru að byggja hús og bíla og nú standa yfir samningaviðræður milli stúlkna og drengja um byggingarefnið og verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig það endar.  Þriðji hópurinn er að leira.  Þau eru að búa til listaverk (sögðu þau mér) og sýndist mér það vera alveg rétt.  Fjórði hópurinn er í könnunarleik, eitt barn sefur og tvö börn eru í málörvun.  Matráður er í eldhúsinu að taka til ávaxtaskammtinn sem börnin fá klukkan tíu, einn starfsmaður er að undirbúa skuggaleikhús og hinir sinna börnunum í starfinu, þannig að í nógu er að snúast í leikskólanum Bjarkatúni.

Sl. miðvikudag var Dagur íslenskrar tungu.  Á myndinni sem fylgir þessari frétt má sjá þennan fína karl sem var klæddur í buxur, vexti, brók, skó og bætta sokka.  Hann fékk einnig húfutetur og hálsklút.  Elstu nemendur leikskólans eiga heiðurinn af honum.  Kannski verður eitthvert þeirra fatahönnuður.  Hver veit??

Megið þið eiga góðan dag í dag. 

Kveðja frá nemendum og starfsfólki í Bjarkatúni.  HDH


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31