Fréttir
29.11.2011 - Dagatal fyrir desember
 

Dagatal fyrir desember er komið inn á leikskólasíðuna.  Sérstök athygli er vakin á því að leikskólinn verður lokaður frá og með laugardeginum 24. desember, til og með mánudagsins 2. janúar.  Er þetta í fyrsta sinn sem leikskólinn er lokaður á þessum tíma.  Ástæður eru nokkrar:  í fyrsta lagi teljum við mjög mikilvægt að nemendur fái frí eins og aðrir og hafi tækifæri til að njóta jólahátíðarinnar í faðmi fjölskyldunnar, í öðru lagi hefur starfsólkið líka gott af því að hlaða batteríin auk þess sem verið er að samræma opnunartíma leikskólans að hluta við opnunartíma grunn- og tónskóla, þar sem þetta er orðinn ein og sama stofnunin.  Leikskólinn opnar aftur 3. janúar 2012.  HDH


smţmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31