Fréttir
26.01.2012 - Íþróttasprell hjá 0. - 2. bekk
 

Hefð er fyrir því að elstu nemendur leikskólans heimsæki grunnskólann síðasta árið sitt í leikskólanum.  Mjög gott er að byrja aðlögun barnanna sem fyrst þannig að þau verði búin að kynnast sem flestum þáttum grunnskólans þegar þau hefja skólastarið 6 ára gömul.

Sl. mánudag fóru þau í heimsókn í íþróttatíma með nemendum 1. og 2. bekkjar.  Verður farið annan hvorn mánudag í allan vetur og fylgir starfsmaður af leikskólanum börnunum í íþróttahúsið og aðstoðar við tímann þar. 

Á mánudagsmorguninn mættu börnin mjög spennt í leikskólann, öll tilbúin með íþróttatöskurnar sínar og klár í slaginn.  Eins og sést á meðfylgjandi myndum þá gáfu þau eldri börnunum ekkert eftir í fimi og lipurð og höfum við fengið fregnir af því að foreldarnir hafi fengið íþrótakennslu þegar komið var heim. 

Myndir frá fyrsta íþróttatímanum eru hér.

HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30