 Nokkrar umræður hafa verið milli foreldra og starfsfólks leikskólans varðandi sumarlokanir leikskólans. Skólastjóri tók að sér að kanna hvernig þessu væri háttað í leikskólum á Austurlandi. Í þeirri vinnu fengum við upplýsingar frá fleiri stöðum og einnig frá Reykjavíkurborg. Þar kemur í ljós að Leikskólinn Bjarkatún er að loka í fjórar vikur að sumri, eins og nánast allir þeir leikskólar sem svöruðu fyrirspurnum. Einhverjir leikskólar loka í fimm vikur, aðrir í tvær eða þrjár, en langflestir loka í fjórar vikur, seinnipart sumars. Aðeins einn leikskóli í Reykjavík er opinn allt árið.
Þeir sem vilja kynna sér þetta nánar geta skoðað upplýsingar um leikskóla í Reykjavík hér og leikskóla á Austurlandi og öðrum stöðum en Reykjavík, hér. HDH |