 Búið er að setja inn dagatal fyrir septembermánuð einnig er hægt að sjá dagatalið í andyri leikskólans og inn á báðum deildum. Það helsta sem er á dagatalinu er að við ætlum í berjamó fyrstu vikuna eða þegar veður leyfir. Það eiga sex börn afmæli í september og við höldum upp á afmælin þeirra í lok mánaðarins. Dagur náttúrunnar er um miðjan mánuðin og ætlum við að mæta í fötum í náttúrulegum litum og síðast en ekki síst þá ætlum við að vera með opið hús vegna þess að það eru 30 ár liðin síðan leikskóli var stofnaður á Djúpavogi.
ÞS |