Fréttir
20.09.2012 - Ber og aftur ber
 

Í byrjun september héldu börnin á Kríudeild auk elstu barna á Krummadeild í berjamó.  Gengið var frá leikskólanum í átt að Loftskjól en þangað hafa börnin farið í berjamó undanfarin ár og alltaf tínt helling af krækiberjum og einhver bláber fundið líka.  Í ár var hins vegar annað upp á tengingnum og ekki mikið um ber þar en þó eitthvað þannig að börnin gátu bæði tínt smá upp í sig og líka í pokana sem þau höfðu meðferðis.  Veðrið var mjög gott þennan dag, glampandi sól og blíða.   Tilgangur þessarar ferðar er að börnin fái að kynnast berjamó og þau tíni ber sem eru svo nýtt í matargerð þ.e. þau fá berin sem þau tína út á skyr í hádeginu.  Dagur náttúrunnar var þann 16. september og tengdum við þessa ferð þeim degi auk þess ætlum við í leikskólanum að mæta í náttúrulega lituðum fötum þ.e. brúnum, gráum, grænum.  

Á leið í berjamó

Að týna berin

Að borða skyr með krækiberum...nammi namm!

Fleiri myndir eru hér

 

ÞS


smþmffl
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31