Fréttir
21.08.2013 - Skógardagurinn
 

Skógardagur leikskólans var haldinn í blíðskaparveðri í júní.  Mjög góð mæting var og áttum við góða stund saman.  Gengið var í gegnum Hálsaskóg og á leiðinni hengdu börnin upp listaverkin sín, sem hangið hafa uppi í allt sumar, gestum og gangandi til mikillar gleði.  Óskaboxið var sett á sinn stað og má gera ráð fyrir því að margar góðar óskir séu geymdar þar.  Hefð er orðin fyrir því að birta óskirnar í fyrsta tölublaði Bóndavörðunnar á hverju hausti.  Að sjálfsögðu áðum við í Aðalheiðarlundi og borðuðum nesti.  Börnin léku sér allt í kring í þessari dásamlegu ævintýraveröld sem Hálsaskógur er og fullorðna fólkið spallaði um heima og geima.
Um mánaðamótin þurfum við síðan að hittast aftur og taka niður verkin og skila skóginum hreinum og fínum, eins og við tókum við honum í vor.  Myndir eru hér.  HDH


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30