Fréttir
12.09.2013 - Fundargerð foreldrafundar
 

Fundargerð

Almennur foreldrafundur var haldinn í Djúpavogsskóla þriðjudaginn 10. september 2013.  Á fundinn mættu 28 foreldrar og áttu 59% nemenda fulltrúa sinn á fundinum.

1.      Fjöldi nemenda og starfsfólks

Skólastjóri fór yfir fjölda nemenda og starfsfólks.  Í leikskólanum eru 43 nemendur, í grunnskólanum eru 64 nemendur og í tónskólanum eru 52 nemendur, þ.a. 5 í forskóla.

Starfsmenn eru 31 í rúmlega 28 stöðugildum.

2.      Skóladagatal

Skólastjóri fór yfir skóladagatalið sem er að mestu leyti hefðbundið.  Þó eru nokkrar breytingar fyrirhugaðar og eru foreldrar hvattir til að hafa skóladagatalið á góðum stað yfir skólaárið, t.d. á ísskápnum.

 3.      Kynning á starfi íþrótta – og æskulýðsfulltrúa

Skólastjóri kynnti stuttlega nýjan íþrótta- og æskulýðsfulltrúa og fór yfir hlutverk hans.  Mikið fagnaðarefni er að fá hann og fjölskylduna hans hingað í sveitarfélagið og eru miklar væntingar varðandi íþrótta- og æskulýðsstarf vetrarins.

 4.      Kosningar

  1. Í sundráð:  Í sundráði voru fyrir Claudia Gomez Vides og Dröfn Freysdóttir og þeim til viðbótar voru kosin Kristborg Ásta Reynisdóttir og Gunnar Sigurðsson
  2. Í yngriflokkaráð:  Í yngriflokkaráði voru fyrir Hafdís Reynisdóttir og Lilja Dögg Björgvinsdóttir og þeim til viðbótar voru kosnar Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir og Auður Ágústsdóttir
  3. Í skólaráði 2013 - 2015 eru:
    Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Berglind Einarsdóttir, Þórdís Sigurðardóttir, Þórir Stefánsson, Ágústa Arnardóttir, Ólöf Rún Stefánsdóttir, G. Aðalheiður Guðmundsdóttir, Klara Bjarnadóttir, Óliver Ás Kristjánsson, Ragnar Sigurður Kristjánsson
    1. Í umhverfisráði 2013 – 2015 eru.
      Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, Lilja Dögg Björgvinsdóttir, Elva Sigurðardóttir
      Júlía Hrönn Rafnsdóttir, Helga Björk Arnardóttir, Auðbjörg Elísa Stefánsdóttir
      Hugrúm M. Jónsdóttir, Guðrún Anna Eðvaldsdóttir, nemendur grunn- og leikskólans
    2. Foreldrafélag

Dröfn Freysdóttir, Bergþóra Birgisdóttir, Bergþóra Valgeirsdóttir, Freydís Ásta Friðriksdóttir, Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir

 5.      Önnur mál

Rætt um mögulegt húsnæði fyrir félagsstarfið.  Ýmsar hugmyndir komu fram og verður unnið úr þeim.

 

Fleira ekki rætt og fundi slitið kl. 18:55.

Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, fundarritari


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30