Fréttir
30.10.2013 - Snjórinn
 

Loksins kom snjór á Djúpavog og voru mikil fagnaðarlæti hjá börnunum í Bjarkatúni þegar þau sáu að jörðin var orðin hvít en smá föl fór að leggjast yfir allt þegar leið á morguninn.  Auðvitað vildu allir fara út að leika í snjónum þrátt fyrir rokið sem fylgdi snjókomunni. 

Auðvitað var búinn til snjókarl

Út var farið með bros á vör sem breyttist í smá skelfingu þegar snjókornin fuku beint í andlitið á börnunum, sum létu það ekkert á sig fá á meðan önnur leituðu í skjólið. 

Betra að vera í skjólinu

Við vorum ekki lengi úti í þetta skiptið enda varð sumum fljótlega kalt enda snjórinn ansi blautur og breyttist fljótlega í slyddu. 


Búa til snjóbolta

Á fullu að leika sér í snjónum

Fleiri myndir hér

 

ÞS


smþmffl
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30