Fréttir
26.04.2006 - Hammondhátiđ Djúpavogs
 

Í litlu ţorpi á Austurlandi var mikiđ um dýrđir á Hammondhátíđ sem var haldinn á Djúpavogi ţann 20.-23. apríl 2006.

   Hátíđin var haldin til ađ heiđra og kynna fyrir tónlistarađdáendum Hammondorgeliđ sem úrsmiđurinn Hammond töfrađi úr huga sínum til ađ geta gert fátćkum söfnuđum kleift ađ syngja viđ orgelundirleik.

   Hver heimsviđburđurinn af fćtur öđrum leit dagsins ljós á hátíđinni og geta ađstandendur hennar, Tónlistarfélag Djúpavogs og heimamenn allir veriđ stoltir af ađ hafa hrint af stađ ţessari framkvćmd, en hugmyndina ađ henni og langstćrstan heiđur af framkvćmd hátíđarinnar á Svavar Sigurđsson.

   Fyrsta kvöldiđ sáu heimamenn á Djúpavogi um ađ bjóđa gestum upp á afar fjölbreytta dagskrá sem samanstóđ af djass, blús, klassík, rokki og frumsömdu efni, ţar sem síđast en ekki síst voru flutt nokkur lög eftir “BB Prince” sem er listamannsnafn sveitarstjórans á Djúpavogi, Björns Hafţórs Guđmundssonar.

 

Fram komu fyrir utan aldursforsetann; Bj. Hafţór á gítar, Vordís á ţverflautu, Silvia söngur, Helga söngur, Helgi gítar, Jón Einar gítar, Ţorleifur bassi, Arnar Jón trommur, Kjartan bassi, Bjartur trommur, Ćgir gítar, Guđmundur bassi, Andre gítar, Aron saxófón og svo Svavar og Jóhann Atli, sem léku listir sínar á orgeliđ. Ţarna vantađi ekki spilagleđina en hún var ađ öđrum ólöstuđum, líklega mest hjá Andre Sandö, 10 ára gömlum gítarleikara sem tók blús af bestu gerđ viđ mikinn fögnuđ tónleikagesta.

   Á föstudagskvöldinu lék orgeltríóiđ B-3 listir sínar á Hótel Framtíđ viđ frábćrar undirtektir gesta. Agnar Már Magnússon töfrađi fram jass af bestu gerđ á orgeliđ og naut stuđnings félaga sinn Eric Qvick á trommur og Ásgeirs Ásgeirssonar á gítar. Mjög góđ stemming var í salnum og sást glöggt, hve góđ áhrif lifandi tónlist getur haft á viđstadda, ţar sem allir viđstaddir voru e.t.v. ekki einlćgir jass-geggjarar viđ komuna, en kunnu svo sannarlega ađ meta framlag ţeirra félaga.

 

   Laugardagurinn byrjađi á tónleikum í Djúpavogskirkju međ tenórnum Bergţóri Pálssyni og Hammondspilarans Davíđ Ţórs Jónssonar, sem lét sér ekki nćgja ađ leika einungis á Hammondinn, heldur tók öll hljóđfćrin í kirkjunni til kostanna. Ţeir fengu svo til liđs viđ sig Kvennakór Hornafjarđar í lokanúmeriđ eftir ađ hafa fengiđ salinn til ađ syngja af hjartans lyst í nokkrum lögum á undan. Ţvílíkir listamenn !!!

  Davíđ ţór Jónsson fór svo hamförum á Hammondiđ um kvöldiđ á Hótel Framtíđ ásamt “Landsliđinu” en í hópinn komust í ţetta sinn engir ađrir en Birgir Baldursson á trommur, Ţorleifur Guđjónsson á bassa, Sigurđur “centár” Sigurđsson á munnhörpu og raddbönd, Björgvin Gíslason á gítar og síđast en ekki síst Halldór “mr. Blues” Bragason á gítar en hann studdi hátíđina međ ráđum og dáđ allt frá ţví ađ upphafsmađurinn Svavar Sigurđsson viđrađi hugmyndina ađ hátíđinni fyrir rúmu ári. Salurinn var svo sannarlega međ á nótunum og fagnađi ţeim félögum gífurlega og mátti glöggt sjá, hve vel tónlistarmennirnir sjálfir nutu stundarinnar. Glćsilegir tónleikar !!!!

 

   Lokaviđburđur hátíđarinnar sem fram fór í Djúpavogskirkju, hófst á ţví ađ Davíđ ţór lék nokkur af Goldberg tilbrigđum Bachs og bćtti svo einu tilbrigđi viđ eftir sjálfan sig en ţar dugđu engir tíu fingur til og bćttist ţví viđ tunga og nef. Í kirkjunni voru tvö Hammond, annađ ţeirra frá 1948 í eigu Davíđs og svo orgeliđ sem var í eigu Karls heitins Sighvatssonar. Davíđ kallađi ţví upp Svavar Sigurđsson og eftir nokkrar klassískar hugleiđingar brugđu ţeir sér til Afríku og enduđu svo á syrpu af íslenskum slögurum.

 

    Tónlistarfélag Djúpavogs vill ţakka eftirtöldum ađilum ómetanlegan stuđning:

Menningarráđi Austurlands, Salar Islandica, Hótel Framtíđ, Djúpavogskirkju, Djúpavogshreppi, Ađalflutningum, Sparisjóđi Hornafjarđar og nágrennis, Vísi hf. og Flugfélagi Íslands.

    Einnig er öllum ţeim, sem sóttu hátíđina ţakkađ framlag ţeirra og einstaklega góđ viđbrögđ viđ öllum atburđum, sem bođiđ var upp á ţessa menningardaga á Djúpavogi.

    Á ţessari stundu er engu lofađ međ framhaldiđ, en forsvarsmenn hátíđarinnar eru sannfćrđir um ađ orđspor hennar hefur spurst út og telja nćsta víst ađ yrđi sambćrileg hátíđ haldin ađ ári, myndu enn fleiri nýta sér ţau tćkifćri, sem í bođi yrđu.


smţmffl
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31